top of page

Langar þig að heimsækja íslensku jólasveinanna? 

Í DIMMUBORGUM?

Við eigum heima í Dimmuborgum og okkur finnst mjög gaman að taka á móti gestum á Hallarflötinni eða í hellinum okkar! Langskemmtilegast er að fá gestina til að dansa í kringum „jólatréð" eða taka myndir í hásætinu. Við erum orðnið sérstaklega góðir í svona sjálfum! 

Við vitum samt ekki alveg af hverju hún heitir Hallarflöt, hallar hún en er samt flöt?  

Hallarflöt í Dimmuborgum

Hallarflötin og hásætið í öllu sínu veldi! 

​Þú finnur okkur hér! 

Árlega jólabaðið

Í ÁRLEGA JÓLABAÐINU?

Allir eiga að vera hreinir og fínir fyrir jólin og böðum við okkur auðvitað alltaf í stóra baðinu okkar í Jarðböðunum við Mývatn (Myvatn Nature Baths). En það eru nú alveg nóg að gera þetta bara einu sinni á ári og höldum við alltaf eitt stórt bað-partý í leiðinni.  Komdu og sjáðu hversu skrautlega þetta venjulega gengur og hvað allir eru "samvinnufúsir" við að fara í baðið!

​Í jólabaðinu er alltaf mikið fjör og mikið gaman! 

Á VIÐBURÐUM?

Þar sem við Jólasveinarnir erum svo snöggir yfir og elskum að ferðast, getum við líka mætt til þín á þinn viðburð! Við elskum Jólaböll og Jólahlaðborð og sérstaklega þá staði sem við hittum stóra sem smáa og syngjum og dönsum. En langbest er þegar við fáum að borða líka! 

Endilega sendið okkur skilaboð hér, á netföngin hér fyrir neðan og svo virkar facebook líka. Við erum með rosalega góða aðstoðarmenn sem sjá til þess að ykkar óskum verði svarað. 

Stúfur borðar skötu

Skata er uppáhalds maturinn hans Stúfs þannig hann var harla glaður þegar honum var boðið í skötuveislu í Kaffiborgum (nágrannar okkar!)  

bottom of page