Með því að kaupa miða hjá yulelads.is / jolasveinarniridimmuborgum.com, þá samþykkir þú einnig skilmála okkar.
-
Vinsamlega athugaðu miðana þína, hvort réttar upplýsingar komi þar fram. Ekki er alltaf hægt að laga mistök við miðakaup eftirá.
-
Eftir að þú hefur keypt miða hjá jolasveinarniridimmuborgum.com, í gegnum veraldarvefinn, hefur þú 14 daga frá miðakaupum til þess að falla frá kaupunum og óska eftir endurgreiðslu á miðanum hjá jolasveinarniridimmuborgum.com, sbr. 1. mgr. 8. gr. laga nr. 46/2000 um húsgöngu- og fjarsölusamninga. Ef viðburður sá sem keyptur er miði á er haldinn innan 14 daga frá miðakaupum átt þú hins vegar í engum tilvikum rétt á endurgreiðslu eða rétt til þess að skipta miðanum fyrir annan viðburð, sbr. 10. gr. áðurnefndra laga, nema í þeim tilvikum er viðburður fellur niður.
-
Ef dagsetning á viðburð fellur niður er eigendum miðanna boðinn nýr miði á aðra dagsetningu (ef aðrar dagsetningar eru í boði). Ef eigendur miðanna komast ekki á breytta dagsetningu er þeim boðin endurgreiðsla miða. Beiðnir um endurgreiðslu skulu berast jolasveinarniridimmuborgum.com eigi síðar en 28 dögum eftir dagsetningu viðburðar sem féll niður.
-
Ef keyptur miði er áframseldur með fjárhagslegum hagnaði fyrir einhvern annan en aðila sem tengist viðburði beint, áskilur jolasveinarniridimmuborgum.com sér rétt til þess að ógilda miðann og neita handhafa inngöngu á viðburð.
-
Eigandi miða tekur á sig alla ábyrgð á meiðslum sem gætu hlotist á undan, á meðan eða á eftir viðburð. Viðburðir eru á ábyrgð aðstandenda viðburða, ekki jolasveinarniridimmuborgum.com.
-
Aðstandendur viðburðar og yulelads.is taka enga ábyrgð á einkamunum eiganda miða á meðan viðburði stendur.
-
Meðferð áfengis, tóbaks og ólöglegra vímuefna er bönnuð á öllum viðburðum sem yulelads.is selur á nema annað komi fram.
-
Aldurstakmark á viðburði ræðst eftir útivistartíma barnaverndarlaga.
Geymdu miðann/miðana þína á öruggum stað, eins og þú myndir geyma fjármuni eða aðra miða. Yulelads.is tekur ekki ábyrgð á óþægindum sem gætu hlotist vegna falsaðra eða afritaðra miða. Ef upp kemst um afritaða eða falsaða miða gæti ábyrgðarmaður viðburðar neitað öllum handhöfum miða inngangi á viðburð og krafist borgunar fyrir alla afritaða eða falsaða miða frá upprunalegum kaupanda. Dagsetning og tímasetning viðburða gæti breyst án fyrirvara.
Lög og varnarþing
Samningur þessi er í samræmi við íslensk lög. Rísi mál vegna hans skal það rekið fyrir Héraðsdómi Norðurlands.
Governing law / Jurisdiction These Terms and Conditions are in accordance with Icelandic law.